Service Plus - Upplifðu Muninn

Service Plus er hágæða þjónustuaðili sem sérhæfir sig í að þjónusta fjölbreytt úrval fyrirtækja og stofnana, þar á meðal ýmis verslanir, bensínstöðvar, hótel, banka og spítala svo eitthvað sé nefnt, einnig sér Service Plus um að þjónusta sérstaka viðburði eins og tónleika og hátíðir af ýmsum toga.

Service Plus sérhæfir sig í að fylla vaktir, jafnvel með stuttum fyrirvara, öryggisþjónustu til að vernda fyrirtæki og að útvega vaktstjóra til að hjálpa með rekstur og veita framúrskarandi þjónustustaðla.

Okkar starfsfólk skarar fram úr í fjölmörgum hlutverkum í smásöluumhverfi. Hvort sem það er að fylla á vörur í hillur, manna afgreiðslukassa, veita öryggisþjónustu eða sinna öðrum rekstrarþörfum. Okkar fjölhæfu starfsmenn eru færir í að takast á við alla þætti verslunarstjórnunar.

Við hjá Service Plus skiljum hversu mikilvægt aðlögunarhæfni og skilvirkni er fyrir rekstur, þess vegna bjóðum við upp á vaktastjóra. Okkar reyndu vaktstjórar hafa ekki aðeins umsjón með daglegum rekstri heldur taka virkan þátt í störfum í verslunum eins og að manna afgreiðslukassa á álagstímum, fylla á vörur í hillur og margt fleira sem þarf að gera í verslunum, sem tryggir góða frammistöðu jafnvel við krefjandi aðstæður.
Til viðbótar við alhliða smásöluaðstoð fyrir verslanir þá sérhæfum við okkur einnig í að afferma vörubretti, sérstaklega á háannatímum eins og um hátíðar. Okkar starfsfólk hefur reynslu og getu til að afferma 30-40 vörubretti á einni nóttu. Við vinnum hratt og áreiðanlega til að tryggja að verslanir séu vel búnar vörum og tilbúnar til að mæta hóp viðskiptavina án þess að það skerða gæði eða skilvirkni í rekstri.

Okkar skuldbinding um öryggi nær út fyrir að þjónusta einungis smásöluverslanir. Við veitum öryggisþjónustu fyrir úrval af verslunum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum sem eru t.d. opin allan sólahringinn, allt frá bensínstöðvum, verslunarmiðstöðvum, bönkum og apótek yfir í sjúkrahús og margt fleira. Einnig höfum við umsjón með öryggi fyrir sérstökum viðburðum eins og tónleika, sýningar og hátíðir. Service Plus er hér til að veita viðskiptavinum hugarró.

Með áherslu á fagmennsku, áreiðanleika og óviðjafnanlega þjónustu, Service Plus er traustur samstarfsaðili þinn til að mæta með krafti þörfum þíns fyrirtækis, tryggja óaðfinnanlegan rekstur og bæta upplifun viðskiptavina hverju sinni.

Service Plus er meðlimur  Samtök Atvinnulífsins.
Allir starfsmenn Service Plus eru tryggðir.

Stefna Service Plus

Starfsmannastefna

Okkar fyrirtækis er einföld, hún kveður skýrt á um að okkar starfsmenn séu með metnað og áhuga fyrir starfi sínu og að starfsumhverfi þeirra sé traust og skapi þeim tækifæri á að vaxa í starfi. Að vinnuumhverfið sé jákvætt og hvetjandi en einning að starfsfólk þekki vel til starfs síns,þar fáiþað þá þjálfun sem nauðsynleg er fyrir hvert og eitt starf og að þar ríki þjónustulund og frumkvæði í starfi.Við leggjum áherslu á að fólk þekki til markmiða okkar og heiðarleika þar sem að framtíðarsýn okkar felst fremst í þessum eiginleikum, við viljum að verk okkar séu sýnileg. ;‘‘Af ávöxtunum munum vér þekkja þá‘‘ segir á góðum stað, en það er einskonar mottó okkar þar sem verklag og frumkvæði í starfi eru skýr og greinileg.

Stefna er kemur að kynferðisofbeldi af hvaða toga sem er og/eða eineltismálum:

Erum við skýr og afdráttarlaus hvað það varðar; Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum og viljum því að starfumhverfið veiti öryggi og umburðalyndi fyri hvort öðru. En ekki eru einelti, fordómar eða kynferðisleg áreitni af hvaða toga sem er liðin innan Service Plus.

Jafnréttisstefna

Hjá okkar fyrirtæki eru allir velkomnir í starf hvort sem það er kona eða karl, hván eða kvár við mismunum ekki fólki fyrir jafn verðmæt störf, hér eru allir jafnir og fái því jöfn laun í starfi, við vinnum því gegn kynbundnum launamun hjá Service Plus.

Persónuverndarstefna

Hjá Service Plus erum við að vinna í samkvæmi við persónuverndarlögin á Íslandi

Lögð er áhersla á verndun og öryggi persónuupplýsinga. Persónuverndarfulltrúi Service Plus hefur eftirlit með því að fyrirtækið uppfylli skyldur sínar samkvæmt persónuverndarlögum.Allar fyrirspurnir vegna persónuverndar skulu berast á netfangið: personuvernd@serviceplus.is

Hér má nálgast almennlög um Persónuvernd: altingi.is