Öryggisþjónusta

Við hjá Service Plus skiljum hversu mikilvægt það er að standa vörð um eignir fyrirtækis og tryggja öryggi bæði starfsmanna og viðskiptavina. Með alhliða öryggislausnum okkar veitum við vernd allan sólarhringinn sem er sérsniðin að þínum þörfum.

Dag og nætur-vaktir

Okkar teymi er til staðar allan sólarhringinn til að veita öryggisþjónustu fyrir fyrirtæki sem starfa bæði dag og/eða nótt. Hvort sem þú rekur verslun, bensínstöð, hótel, sjúkrahús, eða eitthverja aðra stofnun/fyrirtæki, þá bjóðum við upp á þjálfað starfsfólk til að viðhalda öruggu umhverfi.

Sérhæfð þjónusta fyrir 24/7 rekstur

Fyrir fyrirtæki sem starfa allan sólarhringinn, eins og t.d. ýmsar verslanir, bensínstöðvar, hótel og sjúkrahús, þá eru öryggissérfræðingar okkar færir í að takast á við fjölbreytt úrval öryggisáskoranna sem eru einstakar fyrir þannig umhverfi. Við tryggjum að þitt húsnæði sé öruggt svo þú getir séð um reksturinn með ró í huga.

Persónugerðar öryggislausnir fyrir fyrirtæki

Fyrir fyrirtæki, þar á meðal banka og fjármálastofnanir, bjóðum við upp á sérhæfðar öryggislausnir til að draga úr áhættu og vernda eignir. Þjálfað starfsfólk okkar er í stakk búið til að takast á við öryggisreglur sem eru sértækar fyrir fyrirtækjaumhverfi, gæta trúnaðar og standa vörð um viðkvæmar upplýsingar.

Öryggisþjónusta fyrir sérstaka viðburði

Ert þú að fara halda stóra sýningu, tónleika eða sérstakan viðburð? Reynsluríkt starfsfólk okkar er hér til að tryggja öryggi á slíkum viðburðum. Frá mannfjöldastjórnun til aðgangsstjórnunar, við bjóðum upp á alhliða öryggisþjónustu fyrir viðburði til að gera þitt tilefni eins vel heppnað og hægt er. Hjá Service Plus er öryggi þitt í forgang. Vertu í samstarfi við okkur fyrir áreiðanlegar, faglegar og árangursríkar öryggislausnir sem eru sérsniðnar að þínum þörfum.

Hafðu samband við okkur í dag til að fá frekari upplýsingar um hvernig við getum hjálpað til við að vernda þitt fyrirtæki, eignir og viðburði.

_ART1304-Edit-2

Þitt öryggi í forgang!

Fáðu bestu þjónustuna sem þitt fyrirtæki á skilið

  • Öryggi

  • Áreiðanleiki

  • 24/7